Skallagrímur er í fimmta sæti Dominos deildar karla eftir sterkan sigur á Haukum eftir framlengdan háspennu leik. 

 

Heimamenn fóru betur af stað og náðu forystu snemma sem þeir héldu allan fyrri hálfleikinn. Haukar færðust nær en fín vörn Skallagríms tryggði þriggja stiga forystu í hálfleik. 

 

Leikur áhlaupa stóð heldur betur undir nafni í kvöld því Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum. 

 

Í fjórða leikhluta tóku svo við æsispennandi mínútur þar sem liðin skipust á að taka leikinn yfir og jafnt var á nánast öllum tölum. Spennan ætlaði aldrei að klárast því leikurinn var framlengdur. 

 

Haukar tóku yfirhöndina í upphafi framlengingar en Skallagrímur var alltaf í baksýnisspeglinum. Þegar 11 sekúndur voru eftir var staðan jöfn og Haukar með boltann. Hinn magnaði Sherrod Wright hitti ekki síðasta skotinu, Flenard Whitfield náði frákastinu en Breki Gylfason braut á honum klaufalega í frákastinu þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. 

 

Flenard Whitfield setti bæði vítin sín niður og Skallagrímur náði í sterkan sigur á Haukum. Ekki voru allir jafn sáttir við lokavilluna 

 

 

Tölfræði leiksins:

 

Skallagrímur-Haukar 104-102 (26-19, 21-25, 24-30, 19-16, 14-12)

 

Skallagrímur: Flenard Whitfield 34/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/5 sto?sendingar, Darrell Flake 10/4 fráköst/6 sto?sendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9, Daví? Ásgeirsson 9, Kristófer Gíslason 2, Bjarni Gu?mann Jónson 0, Andrés Kristjánsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Gu?bjartur Máni Gíslason 0, Daví? Gu?mundsson 0. 

Haukar: Sherrod Nigel Wright 48/7 fráköst/5 sto?sendingar, Haukur Óskarsson 20/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 19/8 fráköst, Emil Barja 7/8 fráköst/6 sto?sendingar, Finnur Atli Magnússon 7/8 fráköst, Breki Gylfason 1/4 fráköst, Björn Ágúst Jónsson 0, Steinar Aronsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Kristinn Jónasson 0. 

 

Myndasafn úr Borgarnesi

 

Viðtöl eftir leik við þjálfara liðanna:

 

Viðtöl / Snæþór Bjarki Jónsson

Myndir / Gunnlaugur Auðunn Júlíusson