Skallagrímur sigraði Grindavík, 83-67, í 17. umferð Dominos deildar kvenna í Mustad Höllinni í Grindavík. Eftir leikinn eru liðin bæði í sama sæti og áður. Skallagrímur í 1.-2. sætinu ásamt Keflavík, en Grindavík í því 8.

 

Vandræðin

Mikið hefur gengið á hjá Grindavík síðustu vikur og mánuði. Mikið af meiðslum hjá lykilleikmönnum, skiptingar og veikindi í þjálfarateyminu sem og núna síðast eiga þær í mestum vandræðum með að ná að skrá, Angela Rodriguez, nýjan erlendan leikmann sinn til leiks, en hún hefur verið á landinu á þriðju viku.

 

 

Kjarninn

Skallagrímur gerði það sem þær þurftu í þessum leik. Ekkert meira. Grindavík tók nokkrar rispur í leiknum, í byrjun leiks, sem og í byrjun lokafjórðungsins, en þær hafa líklega ekki gert neinn stuðningsmann Skallagríms neitt sérstaklega taugaveiklaðan.

 

Vendipunkturinn

Skallagrímur var aðeins 10 stigum á undan heimastúlkum í hálfleik, 42-32. Munur sem að Grindavík hefði vel getað unnið niður í seinni hálfleiknum. Það gerðist þó ekki. Leikmenn Skallagríms mættu miklu mun betur stemmdari inn í seinni hálfleikinn. Spiluðu á þessum kafla hreint stórkostlega vörn. Byrja fyrstu 5 mínútur hlutans á 12-3 áhlaupi. Leik lokið.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Skallagrímur tók 31 sóknarfrákast (66 í heildina) gegna aðeins 7 sóknarfráköstum (40 í heildina) Grindavíkur. Leyfi mér að fullyrða að ekkert lið tapi/vinni leik með slíka tölfræði. 

 

Maður leiksins

Tavelyn Tillman átti flottan leik fyrir Skallagrím í kvöld. Skoraði 27 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á aðeins 31 mínútu spilaðri.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Davíð Eldur