Tveir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í dag. Stórleikur dagsins var í Borgarnesi þar sem heimakonur í Skallagrím tóku á móti Keflavík. 

 

Bæði lið voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leikinn og því ljóst að liðið sem myndi vinna yrði eitt á toppnum í lok dags. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var hnífjafn og algjör naglbítur. Skallagrímur hafði á endanum tveggja stiga sigur eftir að Moorer hafði getað jafnað leikinn á vítalínunni en setti ekki það síðasta. 

 

Snæfell vann svo ansi öruggan sigur á Haukum i Stykkishólmi þar sem Aaryn Ellenberg var frábær fyrir Snæfell. Með sigrinum jafnaði Snæfell Keflavík að stigum í öðru sæti deildarinnar. 

 

 

Staðan í Dominos deild kvenna

 

Dominos deild kvenna:

 

Skallagrímur-Keflavík 71-69 (13-22, 31-14, 10-14, 17-19)

Skallagrímur: Tavelyn Tillman 25/5 fráköst/8 sto?sendingar, Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 17/4 fráköst, Ragnhei?ur Benónísdóttir 14/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 4, Fanney Lind Thomas 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gu?rún Ósk Ámundadóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigur?ardóttir 0. 

Keflavík: Ariana Moorer 19/13 fráköst/6 sto?sendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 10, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/14 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Birna Valger?ur Benónýsdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Gar?arsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0. 

 

 

Snæfell-Haukar 73-49 (18-14, 16-13, 20-14, 19-8)

Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 26/8 fráköst/6 sto?sendingar, Berglind Gunnarsdóttir 16, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/5 fráköst/5 sto?sendingar/7 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Bryndís Gu?mundsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3, María Björnsdóttir 3, Alda Leif  Jónsdóttir 2/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Sara Diljá Sigur?ardóttir 0. 

Haukar: Nashika Wiliams 21/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 10, D?rfinna Arnardóttir 7, Sólrún Inga Gísladóttir 6/4 fráköst, ?órdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 2, Ragnhei?ur Björk Einarsdóttir 1, Anna Lóa Óskarsdóttir 0, Sigrún Björg Ólafsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, ?óra Kristín Jónsdóttir 0/5 fráköst/8 sto?sendingar, Thelma Rut Sigur?ardóttir 0. 

 

1 deild kvenna:

 

Þór Ak 56-48 KR