Skallagrímur sigraði Keflavík, 71-69, í 18. umferð Dominos deildar kvenna. Fyrir leikinn deildu liðin efsta sæti deildarinnar, bæði með 26 stig. Eftir hann er Skallagrímur þá eitt í efsta sætinu með 28 stig og Keflavík er nú í 2.-3. sæti ásamt Snæfell.

 

Keflavík byrjaði leik dagsins af miklum krafti. Sigruðu fyrstaleikhlutann með 9 stigum, 13-22. Heimakonur komu þó mun betur stemmdar inn í 2. leikhlutann og voru búnar að snúa taflinu sér í vil fyrir lok hálfleiksins, 44-36.

 

Í fyrri hluta seinni hálfleiksins náði Keflavík þó aftur að komast inn í leikinn, sigruðu 3. leikhlutann með 4 stigum og voru því aðeins 4 stigum undir fyrir lokaátökin. Á lokaspretti leiksins ná þær svo að halda áfram að vinna niður mun Skallagríms og komast loks aftur yfir 56-57 þegar um 7 mínútur eru eftir. Staðan er svo frekar jöfn þangað til að 4 mínútur eru eftir, en þá fara heimastúlkur af stað og ná að byggja sér upp ágætis forskot, 6 stig þegar mest lætur. Undir lokin nær Keflavík þó að brjóta það niður aftur, en ekki nægilega. Leikurinn endaði því með 71-69 sigri Skallagríms.

 

Fyrir Keflavík var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir atkvæðamest með 10 stig og 14 fráköst.

 

Fyrir heimastúlkur í Skallagrím var það Tavelyn Tillman sem dróg vagninn með 25 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum.

 

Tölfræði leiks

Gangur leiks: 13 – 22 31 – 14 10 – 14 17 – 19

Myndasafn

 

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson