Craig Sager lést þann 15. desember síðastliðinn eftir langa baráttu við krabbamein. Sager var þekktur íþróttafréttamaður sem allir sem fylgst hafa með NBA í gegnum tíðina þekkja. 

 

Rétt fyrir andlátið fékk CBS viðtal við Sager þar sem ljóst var að hann átti stutt eftir ólifað. Þrátt fyrir það var hann auðvitað klæddur í litrík jakkaföt sem einkenndu hann alla tíð. 

 

Eins og segir í viðtalinu er Sager einn af frægustu krabbameinssjúklingum í Bandaríkjunum og er hugafar hans innblástur fyrir flesta einstaklinga. 

 

 

Viðtalið er áhugavert en ljóst er að NBA deildin syrgir Sager verulega. Þá sérstaklega hinn magnaði Greg Popovic þjálfari San Antonio Spurs sem átti í sérstöku sambandi við Sager. Hann mætti í jarðaförina þrátt fyrir þétta dagskrá og gaf syni Sager fallega gjöf sem sjá má hér að ofan. 

 

Viðtalið magnaða við Craig Sager sem eru hans lokaorð í fjölmiðlum má finna hér að neðan: