Tveir leikir eru í Dominos deild karla og þrír í 1. deild karla í dag. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar verður fróðlegur, en fyrri leik liðanna í vetur sigraði Garðabæjarfélagið í miklum hitaleik. Einnig verður spennandi að sjá hvernig Akureyringum gengur á móti Grindavík, en liðin mættust fyrir nokkrum vikum í bikarnum. Þá tapaði Þór.

 

Toppslagur er í 1. deildinni þegar að Fjölnir, sem er í 2. sæti deildarinnar, tekur á móti Hetti, sem er í 1. sætinu. Fjölnir ekki langt frá toppsæti deildarinnar, því væntanlega mikill baráttuleikur í Grafarvoginum í kvöld.

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Þór Akureyri Grindavík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Þór Tv

Keflavík Stjarnan – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

1. deild karla:

Breiðablik Vestri – kl. 18:00

Ármann Valur – kl. 18:30

Fjölnir Höttur – kl. 19:30