Það er nú staðfest að nýr erlendur leikmaður Grindavíkur, Angela Rodriguez, verði ekki með liðinu í leiknum gegn Skallagrím í kvöld. Vegna seinagangs hjá fyrra félagi hennar þarf hún að bíða enn lengur með að fá að þreyta frumraun sína á Íslandi. Samkvæmt heimildum hefur félagið, sem er í Rúmeníu, ekki enn gengið frá félagaskiptum hennar þaðan og þar með er ekki hægt að skrá hana til leiks fyrir gular.

 

Ofan á þetta er þjálfari liðsins, Bjarni Magnússon í veikindaleyfi, en óvíst er enn með hvort að hann eigi afturkvæmt þetta tímabilið. Þá er Ingibjörg Jakobsdóttir ennþá frá vegna meiðsla.

 

Ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir liðið í kvöld, sem fyrir er í neðsta sæti deildarinnar að mæta Skallagrím, liðinu sem deilir toppsætinu með Keflavík