Samkvæmt tilkynningu félagsins hefur miðherjinn Ragnar Nathanaelsson yfirgefið lið Cáceres Ciudad del Baloncesto í LEB Oro deildinni spænsku. Liðið er sem stendur 3 stigum frá úrslitakeppninni í 13. sæti deildarinnar eftir 19 leiki. Ragnar, sem fór til liðsins fyrir þetta tímabil, hefur komið við sögu í öllum leikjum þessa tímabils og spilað að meðaltali um 7 mínútur í leik.
Að sögn Ragnars er hann nú að vinna í því að færa sig í annað lið og að tilkynning þess efnis sé væntanleg.
Great professional and better person. @RaggiNaT All the best in your next step and in your future. Thanks for everything #KeepOnFighting
— CacerEsBasket (@Caceres_Basket) January 13, 2017