Eins og fram kom fyrr í dag yfirgaf miðherjinn Ragnar Nathanaelsson herbúðir liðs Cáceres Ciudad del Baloncesto í LEB Oro deildinni spænsku. Rétt í þessu var það tilkynnt að hann færi til El Arcos Albacete, sem er deild neðar á Spáni í LEB Plata deildinni. Liðið er sem stendur í 13. sæti þeirrar deildar, aðeins þremur stigum frá úrslitakeppni, þrátt fyrir að vera í fallsæti. Arnþór Freyr Guðmundsson lék einnig með liðinu 2013 við góðan orðstír. 

 

 

Aðspurður segist Ragnar vera spenntur fyrir þessu verkefni og að spila með þessu nýja liði leggjist mjög vel í hann. Varðandi það hvort að möguleikinn á að koma aftur heim til Íslands að spila hafi komið upp sagði hann Ísland ekki vera að fara neitt og að það væri ekki alltaf sem að það væri möguleiki að spila sem atvinnumaður erlendis.