Pálína María Gunnlaugsdóttir sem gekk til liðs við Snæfell í haust hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá körfuknattleiksdeildinni. Pálína sem skorað hefur 8.2 stig, tekið 5 fráköst og gefið 1.8 stoðsendingu í leik fyrir Snæfell spilaði 9 leiki með liðinu áður en hún meiddist á kálfa með landsliðinu en hún hefur ekkert leikið með Snæfell vegna þessa síðan. Frá þessu er greint á Snæfell.is

Á heimasíðu Hólmara segir einnig:

Pálína hefur ekki náð að samræma vinnu, einkalíf og körfuboltann eins og yrði á kosið og þess vegna óskar hún eftir leyfi.
Það er söknuður af Pálínu en við sjáum hvað tíminn leiðir í ljós. Körfuknattleiksdeildin óskar Pálínu góðs gengis í sínum verkefnum.