Íslandsmeistarar KR hafa samið við 203 cm, tæplega 100 kg framherjann P.J. Alawoya. Alawoya sem er 29 ára gamall, er reyndur leikmaður sem að hefur síðustu ár spilað í Japan, Þýskalandi og Slóvakíu. Þar áður, eða til ársins 2011, lék hann í Bandaríkjunum fyrir háskólalið McNeese State. Gert er ráð fyrir að hann muni þreyta frumraun sína í næsta leik KR, sem er gegn Þór komandi föstudag.
Myndbrot frá síðasta tímabili hans:
Fréttatilkynning: