Ekkert hefur enn komið í ljós með að hver miklu marki leikmaður Stjörnunnar, Justin Shouse, getur verið með liðinu á næstunni. Upphaflega meiddist hann á höfði á æfingu fyrir leik liðsins gegn Njarðvík, tók því engan þátt í honum. Í næsta leik liðsins gegn Keflavík, var hann svo aftur kominn í byrjunarliðið. Eitthvað virðist hann hafa farið of snemma af stað þá, þar sem að í hálfleik þurfti hann að ljúka keppni.

 

Að sögn þjálfara liðsins, Hrafns Kristjánssonar, ætla þeir að hvíla hann í næsta leik liðsins gegn Snæfell í Ásgarði, en næsti leikur liðsins eftir það er ekki fyrr en þann 16. næstkomandi. Sem þýðir að hvíldin er í raun í þrjár vikur. Á þeim tíma mun félagið leita ráða hjá læknum með það hvernig best sé að vinna þetta áfram.

 

Mikið áhyggjuatriði fyrir Stjörnuna ef þeir missa þennan frábæra leikstjórnanda eitthvað lengur, en í annars frábæru liði Stjörnunnar þetta árið er kappinn að skila 17 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.