Skallagrímur er í öðru sæti Dominos deildar kvenna eftir öruggan sigur á Valskonum í Fjósinu í dag. Borgnesingar misstu Auði Írisi til Breiðabliks um jólin en Guðbjörg Sverrisdóttir er óðum að finna sitt fyrra form hjá Val eftir meiðsli og veikindi. Að öðru leiti urðu ekki miklar breytingar á liðunum. 

 

Einungis annað liðið var tilbúið í baráttuna í dag og til að gera langa sögu stutta var þessi leikur aldrei spennandi. Skallagrímur komu mjög einbeittar til leiks og var hreinlega á tímabili eins og allt færi ofan í hjá heimakonum. Valskonur héldu aðeins í við Skallagrím en gerðu aldrei alvöru atlögu að forystunni.

 

Munurinn í hálfleik var tíu stig Skallagrím í vil þar sem Sigrún Sjöfn og Tavelyn Tillman fóru fyrir sínu liði sóknarlega.

 

Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik. Skallagrímur réð öllu á vellinum og komst mest í 23 stiga forystu 81-58. Valskonur settu þá saman áhlaup og minkuðu muninn aðeins niður en það var of lítið, of seint. Líkt og í síðasta leik Vals gegn Keflavík komst liðið ekki í gang sóknarlega fyrr en leikurinn er tapaður sem er ekki vænlegt til árangurs. 

 

Skallagrímur leiddi allan leikinn og því má segja að sigurinn hafi verið ansi öruggur í dag. Sigurinn þýðir að liðið er tveim stigum frá toppnum í öðru sæti og ljóst að framundan er gríðarleg barátta um deildarmeistaratitilinn.

 

 

Tölfræði leiksins:

 

Skallagrímur-Valur 93-83 (29-21, 23-21, 25-14, 16-27)

 

Skallagrímur: Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 23/11 fráköst/6 sto?sendingar, Tavelyn Tillman 20/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 15/9 fráköst, Fanney Lind Tomas 11/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/6 fráköst/6 sto?sendingar, Ragnhei?ur Benónísdóttir 7/7 fráköst, Gu?rún Ósk Ámundadóttir 5, Gunnfrí?ur Ólafsdóttir 2, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigur?ardóttir 0. 

Valur: Mia Loyd 28/11 fráköst/7 sto?sendingar, Gu?björg Sverrisdóttir 21/6 fráköst/6 sto?sendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Hallveig Jónsdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 6/4 fráköst/5 sto?sendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 3, Berg?óra Holton Tómasdóttir 2, Helga ?órsdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. 

 

Viðtöl eftir leik:

v

 

Myndasafn leiksins frá Gunnlaugi Júlíussyni

 

Viðtöl / Snæþór Bjarki Jónsson