Einn leikur er í dag í 1. deild karla. Í honum mætast  FSu og Hamar á Selfossi. Fyrir leikinn er Hamar í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt Vestra. FSu er einum sigurleik fyrir aftan liðin í 7. sætinu. Baráttan um 5. og síðasta sætið í úrslitakeppni einkar hörð þetta árið, þar sem að eins og staðan er í dag, eiga Hamar, Vestri, FSu og ÍA öll raunhæfa möguleika. Leikurinn í kvöld því ekki einungis grannaslagur af bestu gerð, en einnig algjör fjögurra stiga leikur fyrir bæði lið.

 

Staðan í deildinni

 

Leikur dagsins

 

1.deild karla:

FSu Hamar – kl. 20:00