Fimm leikir fara fram í Dominos og fyrstu deildum karla og kvenna. Í Dominos deild karla mætast liðin sem að áttust við í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, Þór og Haukar. Í Borgarnesi er svo nýliðaslagur Skallagríms og Þórs frá Akureyri.

 

Í fyrstu deild kvenna mætast Breiðablik og KR. Fyrir leikinn er Breiðablik í 2. sæti deildarinnar, einum sigurleik fyrir ofan KR í 3. sætinu. 

 

Í fyrstu deild karla er spennan lítið minni. Þar sem að Hamar og Vestri eru að berjast við ÍA og FSu um 5. og síðasta sæti úrslitakeppninnar. Að sama skapi er Fjölnir ekki langt frá því (2 sigurleikjum) að tryggja sér 1. sæti deildarinnar og þar með beina leið aftur upp í úrvalsdeildina. 

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild kvenna

Staðan í 1. deild karla

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Þór Haukar – kl. 19:15

Skallagrímur Þór Akureyri – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

1. deild kvenna:

Breiðablik KR – kl. 19:15

 

1. deild karla:

Hamar Fjölnir – kl. 19:15

Vestri Ármann – kl. 19:15