Liðin í Dominos deildum karla sem skiptu um erlenda leikmenn yfir hátíðina hefur ekki tekist að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir nýja leikmenn í tæka tíð fyrir leiki kvöldsins. Vísir.is greindi frá því fyrr í dag að illa gengi að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun vegna veikinda og undirmönnunar. 

 

Félögin hafa nú staðfest að þessir leikmenn munu ekki leika með sínum félögum í kvöld því ekki var hægt að ganga frá leyfunum í dag. 

 

Leikmennirnir sem um ræðir eru: Myron Dempsey – Njarðvík, Anthony Odunsi – Stjarnan og Christian David Covile – Snæfell. Öll þessi lið eiga mikilvæga leiki fyrir höndum í kvöld og því mikil blóðtaka fyrir þá.