Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í toppslag næturinnar sigruðu Golden State Warriors lið Houston Rockets í leik þar sem að 7 leikmenn liðsins skoruðu 8 stig eða fleiri. Kevin Durant atkvæðamestur Warriors manna með 32 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Rockets var það Clint Capela sem dróg vagninn með 22 stig og 12 fráköst.
Los Angeles Lakers sigraði lið Indiana Pacers í leik þar sem að ofur varamaðurinn Lou Williams skoraði 27 stig fyrir þá á aðeins 29 mínútum spiluðum.
Þá unnu Philadelphia 76ers lið Portland Trail Blazers með þessari laglegu sigurkörfu Robert Covington þegar rúmar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Portland fengu þá kjörið tækifæri til þess að vinna leikinn, en Nerlens Noel kom þá í veg fyrir að sniðskot Mason Plumlee rataði rétta leið ofan í körfuna.
Trailblazers 91 – 93 76ers
Raptors 78 – 113 Hornets
Bucks 96 – 112 Magic
Kings 91 – 107 Grizzlies
Nets 143 – 114 Pelicans
Warriors 125 – 108 Rockets
Bulls 93 – 102 Hawks
Jazz 112 – 107 Mavericks
Pacers 96 – 108 Lakers