Fjórum leikjum er nú lokið í Dominos deild karla í kvöld. Þór Þ náði í fimmta sigur sinn í röð er liðið vann Snæfell í Stykkishólmi. 

 

ÍR náði í sterkan sigur gegn Skallagrím í Seljaskóla þar sem liðið tryggði sigur með frábærum öðrum leikhluta. KR vann þá sigur á Haukum er liðin sem spiluðu úrslitaeinvígið í fyrra mættust aftur. KR var án erlends leikmanns en Snorri Hrafnkelsson steig heldur betur upp í hans fjarveru.

 

Njarðvík sem vann góðan útisigur á Stjörnunni í síðustu umferð hélt uppteknum hætti gegn sauðkrækingum í Ljónagryfjunni í kvöld og sóttu sigur eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. 

 

Einnig fór fram einn leikur í 1. deild karla þar sem ÍA vann góðan útisigur á FSu. 

 

Staðan í Dominos deild karla.

 

Dominos deild karla

 

ÍR 81-74 Skallagrímur

Snæfell 68-99 Þór Þ 

KR 77-69 Haukar

Njarðvík 92-86 Tindastóll

 

1. deild karla.

 

FSu 65 – 70 ÍA