Fjórir leikir fara fram í Dominos deild karla í dag. Stjarnan fær Njarðvík í heimsókn en liðin hafa mæst í 8 liða úrslitum íslandsmótsins síðustu tvö ár og átt eftirminnilegar rimmur.
Grindavík fær KR í heimsókn í Mustad höllina. Bæði lið komust í undanúrslit Maltbikarsins í vikunni gegn liðum þar sem þurfti löng ferðalög. KR vann fyrri leik liðanna sem hafa rétt eins og Stjanan og Njarðvík einnig mæst í átta liða úrslitum íslandsmótsins síðustu tvö ár. KR vann bæði einvígin 3-0 og því langt síðan Grindavík hafði sigur á KR.
Snæfell freistar þess að ná í sinn fyrsta sigur gegn Keflavík í Stykkishólmi. Þá fara ÍR-ingar til Sauðárkróks en ÍR hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum í deildinni en Tindastóll tapað tveimur leikjum í röð.
Alla leiki dagsins má sjá hér að neðan:
Dominos deild karla:
Grindavík – KR kl 19:15
Tindastóll – ÍR kl 19:15 (Beinni á TindastóllTv)
Stjarnan – Njarðvík kl 19:15 (Beinni á Stöð2sport)
Snæfell – Keflavík kl 19:15
1. deild karla
ÍA – Breiðablik kl 19:15