Þrír leikir fara fram í átta liða úrslitum Maltbikarsins í dag og kemur þá í ljós hvaða lið munu fylgja Keflavík í Laugardalshöllina í undanúrslit. 

 

Í Bikarkeppni karla mætast Þór Ak og Grindavík í Höllinni á Akureyri kl 19:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á Rúv. Þór Ak vann viðureign liðanna í deildinni í Mustad höllinni 97-85. 

 

Fyrstu deildar lið Breiðabliks fær Hauka í heimsókn kl 14:00 í dag en liðin hafa ekki mæst á tímabilinu. Þá er stórleikur í Stykkishólmi þar sem Snæfell fær Stjörnunna í heimsókn. Liðin hafa unnið sitthvoran leikinn hingað til í vetur en Snæfell tapaði síðasta leik í deildinni gegn Skallagrím. Stjarnan aftur á móti hefur unnið fimm leiki í röð og því má búast við hörku leik. 

 

Einnig fara fram nokkrir leikir í neðri deildum og yngri flokkum í dag, alla leiki dagsins má sjá hér að neðan: