Fjölmargir leikir fara fram um allt land í hinum ýmsu flokkum í dag. Fjórtándu umferð Dominos deildar kvenna lýkur í kvöld með einum leik.

 

Þar taka Haukar á móti Njarðvík að Ásvöllum kl 19:15 í kvöld. Fyrri leikur liðanna fór fram í Njarðvík og unnu þá heimamenn 98-71. Í þeim leik var hin magnaða Carmen Tyson-Thomas með 49 stig og því ljóst að verkefni dagsins fyrir Hauka er að stoppa hana. 

 

Líklegt er að Haukar verði án erlends leikmanns þar sem Kelia Shelton var látinn fara frá félaginu fyrir jól en félagið hefur enn ekki tilkynnt um nýjan leikmann.

 

Staðan í Dominos deild kvenna

 

Allir leikir dagins: