Aðdáendur Nevada háskólans í NCAA deildinni voru líkast til ekki vongóðir á að sínir menn næðu að kreista fram sigur í leik gegn New Mexico þegar aðeins rúm mínúta var eftir. Þá var liðið 14 stigum undir, en áður, á tímabili, höfðu þeir verið heilum 25 stigum undir (þegar 4 mínútur voru eftir) og vonin því lítil. Eins og sjá má hér fyrir neðan var lokamínínúta leiksins ævintýrum líkust. Á aðeins rúmri mínútu ná þeir að skera niður 14 stiga forystu. Komust þaðan af í framlengingu sem að þeir unnu að lokum með 1 stigi.
Eins og sjá má var fögnuðurinn ósvikinn:
After the game… GO PACK! pic.twitter.com/vN4r4AVuiP
— Nevada Basketball (@NevadaHoops) January 8, 2017