Ægir Þór Steinarsson tryggði liði sínu San Pablo Burgos sigur á Actel Lleida með sigurkörfunni undir lok leiksins. 

 

Burgos vann leikinn 80-78 þar sem Ægir valdi bestu tímasetninguna fyrir sína fyrstu körfu en það var sigurkarfan. Hann skilaði 2 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum á 18 mínútum. 

 

 

Ægir er vanur því að tryggja sínu liði sigur en þetta er í annað skiptið sem hann setur úrslitakörfuna í leik með Burgos. Fyrst var það gegn Peixefresco í nóvember og því ljóst að spánverjarnir treysta vel á íslenska leikstjórnandann á stórum augnablikum. 

 

Myndband af sigurkörfunni sem faðir Ægis deildi á facebook síðu sinni í dag má sjá hér að neðan: