Valur sigraði Njarðvík, 87-79, í 15. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn eru liðin því jöfn í 5.-6. sæti deildarinnar, bæði með 12 stig, 6 stigum fyrir neðan Stjörnuna í 4. sæti.
Leikurinn í kvöld var þriðja viðureign liðanna í vetur þar, en áður höfðu þau mæst fyrst í opnunarleik deildarinnar, þar sem að Njarðvík fór með nauman 77-74 stiga sigur af hólmi og svo um miðjan nóvember þar sem að Valur vann með 19 stigum. Það skal kannski tekið fram að í þeim leik var erlendur leikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson-Thomas fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Byrjunin
Leikurinn jafn í byrjun, 11-10 eftir um 5 mínútna leik. Stórir leikmenn Njarðvíkur Linda Þórdís (3) og María Jónsdóttir (2) þó strax komnar í villuvandræði. Staðan versnar þegar að þær setjast á bekkinn, 17-10. Hlutinn endar 28-18 fyrir Val þar sem að Mia Loyd og Carmen Tyson-Thomas skora 14 stig hvor.
Framlagið
Staðan í hálfleik var 51-48 fyrir Val þar sem að fyrir heimastúlkur hafði Mia Loyd gert 29 stig og tekið 11 fráköst á meðan að fyrir Njarðvík var Carmen Tyson-Thomas með 31 stig og 13 fráköst. Þegar að leik lauk, 87-79, var Mia komin með 41 stig og 21 frákast en Carmen 45 stig og 23 fráköst. Báðar skoruðu þær yfir helming stiga síns liðs í leiknum.
Lokametrarnir
Fyrir lokaleikhlutann leiddi Valur 73-62. Því alveg möguleiki fyrir Njarðvík að gera atlögu þessum leik á síðustu 10 mínútunum. Allt kom þó fyrir ekki. Næst komst Njarðvík 8 stigum frá þeim, fyrst í byrjun hlutans og svo aftur með síðustu körfunni. Valur gerði vel í að halda haus og sigla í höfn sigri 87-79.
Tölfræðin lýgur ekki
Skotnýting Vals fyrir utan þriggja stiga línuna var mun betri heldur en hjá Njarðvík í leiknum. Þær hittu úr 36% (8/22) skota sinna á meðan að nýting Njarðvíkur var aðeins 16% (6/37)
Einnig er vert að minnast á það að í leiknum var Valur með 100% vítanýtingu, en af 21 skoti geigaði ekki eitt einasta.
Sigur liðsins
Ef sóknarframlag Carmen er tekið út úr Njarðvíkurliðinu eru þær að skora 34 stig. Til þess að skora þessi 34 stig þurfa þær 56 skottilraunir (23%) Ef að við tökum sóknarframlag Mia út úr Valsliðinu í leiknum þá eru þær að skora aðeins meira, eða 41 stig. Það sem kannski meira er er að til þess þurfa þær aðeins 47 tilraunir (28%)
Mikilvæg
Mikið mæddi á erlendum leikmönnum liðanna sóknarlega í kvöld. Carmen Tyson-Thomas virtist oft á tíðum þurfa að gera ansi mikið ein fyrir Njarðvík á meðan að hjá Val fékk Mia mikla hjálp frá liðsfélögum sínum, þá kannski sérstaklega Bergþóru Holton, en hún skoraði 21 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum.
Maður leiksins
Mia Loyd var frábær í kvöld, skoraði 46 stig, tók 21 frákast, gaf 3 stoðsendingar og varði 4 skot á rúmum 39 mínútum spiluðum.
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur
Viðtöl: