Laug­ar­dag­inn 2. sept­em­ber næst­kom­andi verður merk­is­dag­ur í ís­lenskri íþrótta­sögu. Þann dag leik­ur Ísland tvo lands­leiki í Finn­landi, í körfuknatt­leik og knatt­spyrnu. „Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga á þess­um íþróttaviðburðum,“ seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, blaðafull­trúi Icelanda­ir í samtali við Morgunblaðið í dag.

 

Ísland mæt­ir Póllandi í Evr­ópu­keppn­inni, Euroba­sket, í Hels­inki 2. sept­em­ber. Síðar sama dag leik­ur Ísland gegn Finn­landi í undan­keppni heims­meist­ara­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu. Sá leik­ur fer fram í borg­inni Tam­p­ere og hefst klukk­an 19.

 

Nánar á mbl.is
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson