Laugardaginn 2. september næstkomandi verður merkisdagur í íslenskri íþróttasögu. Þann dag leikur Ísland tvo landsleiki í Finnlandi, í körfuknattleik og knattspyrnu. „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum íþróttaviðburðum,“ segir Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Icelandair í samtali við Morgunblaðið í dag.
Ísland mætir Póllandi í Evrópukeppninni, Eurobasket, í Helsinki 2. september. Síðar sama dag leikur Ísland gegn Finnlandi í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Sá leikur fer fram í borginni Tampere og hefst klukkan 19.
Nánar á mbl.is
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson