Charleville Mézieres vann góðan sigur á Saint-Quentin í frönsku B-deildinni í kvöld. Martin Hermannsson var að vanda allt í öllu í liði Charleville sem var þrettán stigum undir fyrir síðasta fjórðung leiksins. 

 

Frábær endurkoma Martins og félaga knúði framlengingu og þar hafði Charleville sigurinn 85-80 gegn sterku liði. Martin var stigahæstur á vellinum með 28 stig og bætti 7 fráköstum og 4 stoðsendingum við það. Méziéres er enn í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Bourg-en-Bresse. 

 

Haukur Helgi Pálsson lék einnig með Rouen í kvöld gegn Saint-Chamond. Hann var með 10 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar á 24 mínútum en sigur Rouen var mikilvægur þar sem liðið er í 16 sæti deildarinnar. 

Helstu tilþrif leiksins má finna hér á síðu deildarinnar en Martin á risastóra körfu í framlengingunni sem fer langt með sigurinn. Körfuna má sjá þegar 1:50 eru liðnar af myndbandinu. 

 

Hér að neðan má sjá fagnaðarlætin eftir sigurinn en stuðningsmenn Charleville eru þekktir fyrir að vera öflugir á pöllunum. 

 

Mynd / David Hernot – Facebook síða Charleville