Lykilleikmaður 13. umferðar Dominos deildar karla er leikmaður ÍR, Matthías Orri Sigurðarson. Í góðum sigri hans manna á toppliði Stjörnunnar skoraði Matthías 30 stig, tók 3 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs frá Akureyri, Gerorge Beamon, fyrir frammistöðu sína gegn Tindastól, leikmaður KR, Pavel Ermolinski, fyrir frammistöðu sína gegn Skallagrím og leikmaður Hauka, Finnur Atli Magnússon, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík.