Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar karla er leikmaður Njarðvíkur, Logi Gunnarsson. Logi var potturinn og pannan í frábærum endurkomu sigri liðsins á Tindastól í Ljónagryfjunni. Skoraði 20 stig (5 þristar), gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim tæpu 36 mínútum sem að hann spilaði í leiknum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Marvin Valdimarsson, fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík, leikmaður KR, Pavel Ermolinski, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum og leikmaður ÍR, Trausti Eiríksson, fyrir frammistöðu sína gegn Skallagrím.