Lykilleikmaður 12. umferðar Dominos deildar karla er leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson. Í sínum fyrsta leik, eftir 8 ára fjarveru, fyrir Vesturbæjarfélagið skoraði hann 33 stig (86% þriggja stiga nýting) og tók 6 fráköst í góðum sigri þess á toppliði Tindastóls í Síkinu.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaðeur Keflavíkur, Amin Stevens, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík, leikmaður Þórs, Tobin Carberry, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík og leikmaður Skallagríms, Flenard Whitfield, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum.