Lykilleikmaður 18. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir. Í sterkum 73-49 sigri hennar kvenna skoraði Gunnhildur 9 stig, tók 4 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 6 boltum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson Thomas, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík, leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Skallagríms, Tavelyn Tillman, fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík.