Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Keflavíkur, Emelía Ósk Gunnarsdóttir. Í góðum sigri hennar kvenna á baráttuglöðum Haukum skoraði Emelía 23 stig, tók 5 fráköst og stal 6 boltum. Þetta er í fjórða skiptið í vetur sem að Emelía er lykill umferðar.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík, leikmaður Skallagríms, Tavelyn Tillman, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík og leikmaður Snæfells Aaryn Ellenberg-Wiley, fyrir frammistöðu sína gegn Val.