Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Stjörnunnar, Danielle Victoria Rodriguez. Í sterkum sigri hennar stúlkna á toppliði Keflavíkur skoraði hún 23 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Hauka, Rósa Björk Pétursdóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík, leikmaður Skallagríms, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Snæfell og leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir sitt framlag gegn Njarðvík.