Lykilleikmaður 14. umferðar Dominos deildar karla er leikmaður Njarðvíkur, Björn Kristjánsson. Í góðum sigri hans manna á toppliði Stjörnunnar í Garðabæ skoraði Björn 17 stig, tók 5 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og hnuplaði 3 boltum. Í jöfnum leik sem þessum má lítið út af bera fyrir hvort lið og var Björn á tíðum skilvirknin uppmáluð fyrir sína menn. Sendi t.a.m. 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum rétta leið. Það síðasta þegar að Njarðvík var tveimur stigum undir og innan við mínúta eftir af leiknum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs frá Akureyri, Darrell Lewis, fyrir frammistöðu sína gegn Skallagrím, leikmaður KR, Brynjar Þór Björnsson, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík og leikmaður Þórs, Tobin Carberry, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum.