Lykilleikmaður 16. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Keflavíkur, Ariana Moorer. Á aðeins 21 mínútu spilaðri í frekum auðveldum sigri liðsins á Grindavík skoraði Ariana 18 stig, tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum.

 

Aðrar tilnefndar voru nýr leikmaður Hauka, Nashika Williams, fyrir frammistöðu sína gegn Val, leikmaður Skallagríms, Tavelyn Tillman, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg-Wiley, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík.