Lovísa Björt var frábær fyrir Marist í tapi gegn Siena háskólanum á föstudag. Hún var með tvöfalda tvennu fyrir Marist með 10 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 34 mínútum. Einnig setti hún frábært skot í lok þriðja leikhluta og má sjá myndband af þessum tilþrifum hér að neðan:
Kristófer Acox hefur verið gjörsamlega á eldi fyrir Furman uppá síðkastið. Í gær setti hann 18 stig og 6 fráköst fyrir liðið auk þess sem hann hefur raðað tvöföldum tvennum uppá síðkastið. Þá skellti hann í þessa rosalegu "coast to coast" troðslu í leiknum í gær.
.@krisacox is a bad, bad man _x1f633__x1f4aa_ pic.twitter.com/1NxIJbpkdo
— Furman Basketball (@FurmanHoops) January 21, 2017
Kári Jónsson lék gegn UNCW með liði sínu Drexel drekunum í gærkvöldi. Þar var hann með 8 stig og 2 stoðsendingar í tapi en Drexel hefur einungis unnið einn af síðustu átta leikjum sínum.
Canisius háskólinn sigraði Fairfield í kvöld þar sem Sara Rún Hinriksdóttir var maður leiksins með 17 stig og 8 fráköst. Margrét Hálfdánardóttir bætti við 11 stigum fyrir liðið. Fairfield vann fyrr í vikunni Niagara háskólann en með þeim leikur Dagný Lísa Davíðdóttir en hún var með 2 stig og 2 fráköst á 14 mínútum.
FINAL | Canisius WINS! Hinriksdottir led the way with 17 pts on 6/10 shooting w/ 8 rebs and 3 assists. #Griffs #MAACHoops #DefendMainStreet pic.twitter.com/NprgQCBEnc
— Canisius WBB (@CanisiusWBB) January 22, 2017