Lovísa Björt var frábær fyrir Marist í tapi gegn Siena háskólanum á föstudag. Hún var með tvöfalda tvennu fyrir Marist með 10 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 34 mínútum. Einnig setti hún frábært skot í lok þriðja leikhluta og má sjá myndband af þessum tilþrifum hér að neðan:

 

 

Kristófer Acox hefur verið gjörsamlega á eldi fyrir Furman uppá síðkastið. Í gær setti hann 18 stig og 6 fráköst fyrir liðið auk þess sem hann hefur raðað tvöföldum tvennum uppá síðkastið. Þá skellti hann í þessa rosalegu "coast to coast" troðslu í leiknum í gær. 

 

 

Kári Jónsson lék gegn UNCW með liði sínu Drexel drekunum í gærkvöldi. Þar var hann með 8 stig og 2 stoðsendingar í tapi en Drexel hefur einungis unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. 

 

Canisius háskólinn sigraði Fairfield í kvöld þar sem Sara Rún Hinriksdóttir var maður leiksins með 17 stig og 8 fráköst. Margrét Hálfdánardóttir bætti við 11 stigum fyrir liðið. Fairfield vann fyrr í vikunni Niagara háskólann en með þeim leikur Dagný Lísa Davíðdóttir en hún var með 2 stig og 2 fráköst á 14 mínútum.