Tveir leikir eru í dag í Dominos deild kvenna. Í þeim fyrri mætast tvö efstu lið deildarinnar, Keflavík og Skallagrímur í Borgarnesi. Liðin eru fyrir leikinn saman í efsta sæti deildarinnar, einum sigurleik fyrir ofan Snæfell í þriðja sætinu. Í seinni leiknum mæta Haukar Snæfell í Stykkishólmi.

 

Þá mætast KR og Þór á Akureyri í 1. deildinni. Fyrir leikinn er Þór í efsta sæti deildarinnar með 12 stig, en KR í því þriðja með 6.

 

Staðan í Dominos 

Staðan í 1. deild

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Skallagrímur Keflavík – kl. 16:30 

Snæfell Haukar – kl. 17:00

 

1. deild kvenna:

Þór Akureyri KR – kl. 14:30 í beinni útsendingu Þór Tv