Fyrr í dag sögðum við frá því að körfuknattleiksdeild Grindavíkur hafi ætlað að láta gott af sér leiða með leik kvöldsins gegn KR. Allur ágóði af miðsölu inn á leikinn rennur óskertur til handa fjölskyldu Ölmu Þallar Ólafsdóttur, sem að lést langt fyrir aldur fram í bílslysi á Grindavíkurveginum fyrr í mánuðinum. Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn beggja liða, starfsmenn íþróttahússins sem og fréttaritari Karfan.is borguðu sig, meðal annarra, allir inn á leik kvöldsins.