Leifur Garðarsson ber höfuð og herðar yfir þá dómara sem hafa dæmt rimmur milli nágrannaliðana Njarðvík og Keflavík.  Í kvöld dæmir Leifur sinn 39. leik milli þessara liða en samkvæmt heimildum er næsti dómari með einhverjar rétt rúma 15 leiki á bakinu í þessari rimmu liðanna.  Leikurinn í kvöld er í TM-Höll þeirra Keflvíkinga og hefst eftir ca korter.  Leifur tekur þar með formlega við toppsætinu í þessum efnum en hann hafði áður jafnað Kristinn Albertsson sem dæmdi á sínum tíma 38 leiki milli Njarðvíkingar og Keflvíkinga.