Sigurður Gunnar Þorsteinsson og félagar í AE Larissas fengu 93-65 skell í grísku A2 deildinni um helgina. Liðið tapaði á úitvelli gegn Faros sem tók 5. sætið af Larissas með 9 sigra og 5 tapleiki en Larissas er í 6. sæti með 9 sigra og 6 tapleiki.

Sigurður gerði 10 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 22 mínútum. Stigahæstur í liði Larissas var Theodoros Tsilouilis. Næsti leikur Larissas er þann 4. febrúar næstkomandi á útivelli gegn Amyntas Dafn sem eru í 10. sæti deildarinnar.

Sigurður trónir efstur á einum topplista deildarinnar um þessar mundir með 1,5 varið skot að meðaltali í leik.

Mynd/ Bára Dröfn