Kristófer Acox var valinn leikmaður vikunnar í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer var með 18,5 stig, 7 fráköst og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik vikuna 17-23 janúar. Furman vann báða leiki sína í vikunni gegn ETSU og VMI og var Kristófer algjörlega óstöðvandi í leikjunum. Líkt og sjá má á þessari rosalegu troðslu Kristófers í vikunni.
.@krisacox is a bad, bad man _x1f633__x1f4aa_ pic.twitter.com/1NxIJbpkdo
— Furman Basketball (@FurmanHoops) January 21, 2017
Kristófer hitti auk þess 17 skotum sínum í 19 tilraunum í vikunni og er með þriðju hæstu skotnýtinguna í deildinni með 60%. Auk þess er hann í 16 sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar með 12,8 stig að meðaltali í deildinni og fjórði frákastahæsti í deildinni með 7 fráköst.
Furman sem hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum í þessari suðurdeid spila næst á miðvikudaginn við Vestur Carolinu skólann sem hefur ekki farið vel af stað í deildinni.