Furman vann góðan sigur á Samford 83-73 í háskólaboltanum en leikurinn fór fram í gærkvöldi. Kristófer Acox var að vanda í stóru hlutverki í liði Furman. Hann spilaði 33 mínútur og setti 19 stig og 12 fráköst í sigrinum.
Þetta var þriðji sigur Furman í röð og annar leikur Kristófers frá áramótum sem hann skilar myndalegri tvennu. Sú fyrri var á gamlárskvöld þar sem hann var með 21 stig og 11 fráköst.
Furman hefur þar með bætt sigurhlutfall töluvert í SoCon deildinni eftir brösuga byrjun og eru nú 10-6 allt tímabilið.
Kári Jónsson átti fínan leik fyrir Drexel drekana í tapi gegn UNCW, hann var með 7 stig, 6 fráköst og 3 fráköst. Davidson tapaði einnig í gær og var Jón Axel Guðmundsson með 7 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á 33 mínútum. Bæði Jón Axel og Kári voru í byrjunarliðum sinna liða.
Frekari fregnir af íslenska háskólafólkinu eru væntanlegar.