Fjórir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld. Þór Þ fór ansi auðveldlega með FSu í nágrannaslagnum og eru komnir í undanúrslit annað árið í röð.
Skallagrímur fór einnig áfram í undanúrslitum bikarsins í fyrsta skipti í mörg ár. Liðið vann KR mjög örugglega í kvöld í Maltbikar kvenna.
Litlu munaði að bikarmeistarar KR myndu falla úr leik gegn Hetti á Egilsstöðum en KR knúði fram sigur á lokasekúndunum. Haukar unnu svo þriðja úrvalsdeildarliðið í bikarkeppninni er liðið vann Hauka í frábærum leik.