Samkvæmt heimildum hefur KR sagt upp samingi sínum við framherjann Cedrick Taylor Bowen og verða því án erlends leikmanns í leiknum gegn Haukum í kvöld. Cedric, sem kom þegar að nokkuð var liðið á tímabilið, hefur leikið 13 leiki fyrir KR í vetur. Í þeim hefur hann skorað 13 stig, tekið 7 fráköst og gefið 2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ljóst er að til meira er ætlast til af erlendum leikmönnum deildarinnar en það, meira segja í stjörnuprýddu liði meistara síðustu þriggja ára í KR.