Körfuknattleikssamband Íslands hlaut í dag 18.500.000,- milljónir þegar úthlutað var úr Afrekssjóði ÍSÍ en samtals var úthlutað rúmum 150 milljónum króna úr sjóðnum. Hæstu úthlutun hlaut Handknattleikssamband Íslands eða 28.500.000,- milljónir króna.

Úthlutunin til KKÍ var vegna landsliðsverkefna A-landsliðs karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa.

Í tilkynningu frá ÍSÍ segir m.a.:

Hæstu styrki fyrir árið 2017 hljóta þau sambönd sem eru með lið sem eru að taka þátt í lokamótum stórmóta. Þannig hlýtur Handknattleikssamband Íslands heildarstyrk að upphæð 28,5 m.kr. og Körfuknattleikssamband Íslands heildarstyrk að upphæð 18,5 m.kr. Sundsamband Íslands hlýtur heildarstyrk að upphæð kr. 13.550.000 og Frjálsíþróttasamband Íslands heildarstyrk að upphæð 12 m.kr. Þessi fjögur sérsambönd njóta samtals tæplega helming þeirrar upphæðar sem er til úthlutunar til sérsambanda að þessu sinni og þau 10 sérsambönd sem hljóta hæstu styrkina fá samanlagt um 80% af úthlutun sjóðsins.

Á heimasíðu ÍSÍ má lesa nánar um úthlutun Afrekssjóðs fyrir íþróttaárið 2017