Keflavík sigraði Grindavík í 8 liða úrslitum Maltbikarkeppni kvenna fyrr í dag með 92 stigum gegn 60. Keflavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 4 liða úrslit komandi þriðjudag.

 

Í byrjun leiks allt út fyrir að um hörkuleik yrði að ræða, eftir 1. leikhlutann voru gestirnir úr Keflavík þó aðeins á undan, 10-14. Strax í 2. leikhlutanum fór það þó að verða ljóst afhverju annað liðið væri sem stendur í efsta sæti Dominos deildarinnar en hitt í því neðsta. Keflavík sigldi hægt en örugglega frammúr heimastúlkum og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þær komnar með þægilega 17 stiga forystu, 26-43.

 

Í seinni hálfleiknum hélt Keflavík svo uppteknum hætti, sigruðu 3. leikhlutann með 8 stigum og unnu leikinn svo að lokum með 32 stiga mun, 60-92.

 

Keflavík því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar sem að verða leikin í Laugardalshöllinni þann 8. febrúar næstkomandi. Á morgun og á mánudaginn mun það ráðast hvaða önnur lið það verða sem verða með Keflavík í pottinum þegar dregið verður á þriðjudaginn, en þá eru viðureignir Breiðabliks gegn Haukum, Snæfell spilar á móti Stjörnunni og Skallagrímur fær KR í heimsókn.

 

Atkvæðamest fyrir heimastúlkur í leiknum var Petrúnella Skúladóttir með 21 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Keflavík var það Birna Valgerður Benónýsdóttir sem að dróg vagninn með 16 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum.

 

Gangur leiks: 10 – 14 16 – 29 15 – 23 19 – 26

 

Tölfræði leiks