Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, verður með liði sínum í leiknum gegn Keflavík í kvöld, en hann hafði fyrir nokkrum vikum fengið höfuðhögg með þeim afleiðingum að hann gat hvorki æft né spilað. Var t.a.m. ekki með liðinu í 72-74 tapi þess fyrir Njarðvík í síðustu umferð. Greinilegt var hversu mikið Stjarnan saknaði hans í þeim leik, því gleðiefni fyrir Garðbæinga að kappinn skuli vera kominn aftur á ról.

 

Samkvæmt heimildum verða bæði hann og liðsfélagi hans Marvin Valdimarsson báðir með svitabönd sín í leiknum í Keflavík í kvöld, en eins og margir muna var það sem Justin bar ákveðinn vendipunktur í fyrri leik þessara liða í vetur.

 

Einhverjar vangaveltur eru um það hvort að leikmenn Keflavíkur svari þessu einfaldlega með því að mæta sjálfir með slík leynivopn: