Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti flottan leik í gær fyrir sína menn í Davidson College í 74-60 sigri á Duquesne. Á 37 mínútum spiluðum skoraði hann 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum. Frábær sigur hjá liðinu sem að þetta sama kvöld hengdi treyju stigahæsta leikmanns skólans frá upphafi, Stephen Curry, upp í rjáfur. 

 

Að sjálfsögðu var kappinn mættur á svæðið til þess að vera viðstaddur athöfnina, en hann spilaði 104 leiki með liðinu á þeim þrem tímabilum sem hann var þar frá árinu 2006 til ársins 2009 áður en að hann var valinn númer 7 í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2009 af Golden State Warriors. Þar hefur hann svo unnið einn NBA meistaratitil og verið í tvígang valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

 

 

Það helsta úr leiknum:

 

Athöfnin:

 

 

 

Stephen Curry með Davidson: