Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Dominos deildirnar rúlli af stað aftur þessa vikuna eftir gott hlé yfir hátíðirnar. Meistarar síðustu þriggja ára, KR, þurftu að sætta sig við það að sitja í þriðja sæti deildarinnar þessi jólin, en hópur þeirra hefur verið að eiga við meiðsli allt frá upphafi tímabils og mætti segja að þeir hafi enn ekki stillt upp sínu besta liði. Jón Arnór Stefánsson  hefur ekki enn náð leik með félaginu, en hann kom aftur í deildina fyrir þetta tímabil eftir góð ár í nokkrum af bestu deildum heims. Jón ku þó vera orðinn góður að sögn þjálfara félagsins, Finn Frey Stefánssyni. Enn frekar sagði hann okkur það að Jón væri búinn að vera að taka á því með liðinu síðasta mánuðinn og myndi vera með liðinu sem að leikur gegn toppliði deildarinnar, Tindastól, komandi föstudag norðan heiða í Síkinu á Sauðárkróki. Spjallið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.