Þrír leikir fóru fram í Dominos deildinni og 1. deild karla. Í toppslag umferðarinnar vann KR ótrúlegan sigur á Tindastól og jafnar þar með Sauðkrækinga að stigum í öðru sæti deildarinnar. Tindastóll átti stórkostlegan fyrri hálfleik en Jón Arnór Stefánsson átti magnaða endurkomu fyrir KR þegar hann setti fjórar þriggja stiga körfur í röð og kláraði leikinn. 

 

Þór Þ. vann svo góðan heimasigur gegn Grindavík og tókst þar með að hefna fyrir fyrri leik liðanna þar sem Grindavík vann eftir ótrúlegan endasprett. Í 1. deild karla vann Valur svo útisigur á Hamri í fyrsta leik Péturs Ingvarssonar eftir endurkomuna þar. 

 

 

Úrslit kvöldsins

Dominos deild karla

 

Þór Þ. 96-85 Grindavík

Tindastóll 87-94 KR

 

1. deild karla

Hamar – Valur 92-108 (22-21, 20-26, 24-29, 26-32)

Hamar : Christopher Woods 28/14 fráköst, Bjarki Friðgeirsson 14, Oddur Ólafsson 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Þorvaldsson 11/4 fráköst, Hilmar Pétursson 10/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 9, Arvydas Diciunas 3, Mikael Rúnar Kristjánsson 2, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 2, Smári Hrafnsson 1, Ísak Sigurðarson 0, Björn Ásgeir Ásgeirsson 0. 

Valur: Urald King 27/13 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 22/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 8/8 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 8, Sigurður Dagur Sturluson 6, Illugi Auðunsson 6/7 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 5, Magnús Konráð Sigurðsson 0, Gunnar Andri Viðarsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0,