Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Eitthvað var um óvænt úrslit. Meistarar Cleveland Cavaliers töpuðu fyrir liði Dallas Mavericks í fyrsta skipti síðan í úrslitarimmu liðanna árið 2011. Þá sigraði lið Miami Heat sinn áttunda leik í röð þegar þeir tóku lélegasta lið deildarinnar, Brooklyn Nets.
Leikmaður Boston Celtics átti svakalegan fjórða fjórðung í sigri liðsins á Detroit Pistons. Thomas, sem skoraði 41 stig í heildina í leiknum setti 24 þeirra í lokafjórðungnum.
Kings 119 – 122 76ers
Nets 96 – 104 Heat
Magic 105 – 111 Timberwolves
Pistons 109 – 113 Celtics
Cavaliers 97 – 104 Mavericks
Grizzlies 115 – 96 Suns